Erlent

Líf færist í olíuæðar Hvít-Rússa

VInáttuleiðslurnar sem olían fer brátt að flæða um.
VInáttuleiðslurnar sem olían fer brátt að flæða um. MYND/AP

Olía Rússa gæti flætt um pípur Hvít-Rússa eins og hún gerði áður fyrr, eftir aðeins nokkrar klukkustundir, eða um leið og Hvít-Rússar skila olíunni sem þeir stálu. Sendiherra Rússa hjá Evrópusambandinu sagði frá þessu eftir fundi með orkumálaráðherra Evrópusambandsins.

Hvít-Rússar og Rússar hafa átt í olíudeilu undanfarið eftir að Rússar ákváðu einhliða að hækka verð á gasi til Hvít-Rússa. Þeir svöruðu síðan fyrir sig með því að leggja flutningsskatt á olíuna sem Rússar flytja til Evrópu í gegnum landið og þegar Rússar neituðu að borga tóku Hvít-Rússar sig til og fóru að skenkja sér olíu til þess að borga flutningsgjaldið.

Rússar stöðvuðu þvínæst alla flutninga í gegnum leiðslurnar og voru þá orkuflutningar til evrópskra viðskiptavina Rússa í hættu en samkomulag náðist síðan í deilunni fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×