Erlent

Japanir vara við vopnasölu til Kína

Shinzo Abe (t.v.) og Angela Merkel (t.h.) á fréttamannafundi í dag.
Shinzo Abe (t.v.) og Angela Merkel (t.h.) á fréttamannafundi í dag. MYND/AP

Japanir róa þess nú öllum árum að Evrópusambandið haldi í vopnasölubannið til Kínverja. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, er á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin um þessar mundir til þess að afla framboði Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fylgis.

Eftir fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði Abe að ekki væri vitað hvers vegna Kínverjar væru að auka við hernaðarmátt sinn. Hann viðurkenndi þó að aukinn efnahagsmáttur Kínverja væri góður fyrir heiminn. Japanir og Kínverjar hafa lengi tortryggt hernaðarmátt hvors annars en Abe hefur hingað til reynt að bæta samskipti ríkjanna.

Beiðni hans kemur samt á sama tíma og Kínverjar biðla til Evrópusambandsins um að aflétta vopnasölubanninu sem sett var á þá eftir atburðina á torgi hins himneska friðar árið 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×