Erlent

IAEA aðstoðar ríki Afríku

ElBaradei sést hér opna ráðstefnu IAEA.
ElBaradei sést hér opna ráðstefnu IAEA. MYND/AFP

Afrískar þjóðir sögðu í dag að þau hefðu ákveðið að herða öryggisgæslu við kjarnorkuver sem og kjarnaofna sem notaðir eru til rannsókna. Oft hefur verið sagt að öryggi í kringum þær sé ábótavant og alþjóðasamfélagið er farið að óttast að erlend öfl reyni að verða sér úti um úraníum í löndum í Afríku.

Frá þessu var sagt eftir tveggja daga fundarhöld Afríkusambandsins og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um friðsamlega nýtingu kjarorku í Afríku. Eina landið sem hefur starftækt kjarnorkuvopnaáætlun er Suður-Afríka en það hætti við hana fyrir meira en tíu árum. Önnur lönd í Afríku eiga hins vegar kjarnaofna sem notaðir eru til rannsóknarstarfa og á meðal þeirra eru Kongó og Líbía. Íranir voru ásakaðir um að hafa ætlað að verða sér úti um úraníum í Kongó á síðasta ári til þess að nota í kjarnorkusprengjur en þeir neituðu þeim ásökunum ákaft.

Mohamed ElBaradei sagði við lok fundarins að „IAEA hefur hjálpað til við að draga úr áhættu við starfsemi þessara kjarnaofna með því aðstoða ríkin í því að endurheimta geislavirk efni." án þess þó að útskýra sig neitt frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×