Erlent

Bandaríkjamenn neita loftárásum

Bandaríkjamenn hafa notað flugvélar sem þessa í sprengjuárásirnar hingað til.
Bandaríkjamenn hafa notað flugvélar sem þessa í sprengjuárásirnar hingað til. MYND/AP

Bandaríkin hafa neitað því að hafa ráðist á skotmörk í Sómalíu í dag og segjast aðeins hafa gert árásir á mánudaginn síðastliðinn. Loftárásir voru þó gerðar og segja bandarísk yfirvöld að þar hafi verið að verki eþíópíski herinn.

Yfirvöld í Sómalíu segjast ekki vita hvor herinn gerði árásina en starfsmaður stjórnvalda sem var í bænum sem árásir voru gerðar á sagði þó, gegn því að vera ekki nefndur á nafn, að það væri Bandaríkjaher sem hefði gert árásirnar.

Amnesty International sem og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Frakkland, Ítalía, Evrópusambandið og Bandalag Arabalanda hafa öll látið í ljós áhyggjur af framferði Bandaríkjamanna í Sómalíu.

Bandaríkjamenn segjast vera að eltast við leiðtoga al-Kaída í austuhluta Afríku en þeir eru taldir hafa staðið fyrir árásum á bandarísk sendiráð í Kenía og Tanzaníu árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×