Erlent

Flugvélin loks fundin

Ein af flugvélum flugfélagsins sem átti vélina.
Ein af flugvélum flugfélagsins sem átti vélina. MYND/AP

Hernaðaryfirvöld í Indónesíu hafa skýrt frá því að flak flugvélar sem fórst í Indónesíu í síðustu viku sé loks fundið. Svo virðist sem hluti af flakinu liggi á hafsbotni nærri Sulawesi, en vélin var á leið þangað. Lengi hefur verið leitað að vélinni og mikil reiði varð þegar herinn tilkynnti að vélin hefði fundist í fjallendi og tólf komist af en það reyndist síðan rangt.

Talið er að 102 hafi farist með vélinni sem flaug fyrir lággjaldaflugfélag í Indónesíu. Eftir að stjórnvöld slökuðu á reglum um markaðinn komu mörg lággjaldaflugfélög inn á markaðinn og almennt þykir öryggi ábótavant hjá þeim. Flugvélarnar eru margar hverjar áratuga gamlar og viðhald lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×