Erlent

Fimm ár frá opnun Guantanamo-búðanna

Um fjögur hundruð föngum er enn haldið í Guantanamo.
Um fjögur hundruð föngum er enn haldið í Guantanamo. MYND/AP

Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Þegar mest var voru um 750 manns af 45 þjóðernum þar í haldi, sumir allt niður í þrettán ára gamlir. Í dag eru 400 fangar enn í búðunum og er rökstuddur grunur um að þeir hafi ítrekað verið beittir harðræði. Enginn hefur fengið réttað í máli sínu og enginn hefur farið fyrir dóm. Af þessu tilefni efnir Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi klukkan fimm í dag. Sambærileg mótmæli fara fram í yfir tuttugu löndum víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×