Erlent

Engin hætta á ferðum í Lundúnum

MYND/AP

Pakkinn sem varð til þess að breska lögreglan lokaði fjölfarinni götu í miðborg Lundúna í dag var ekki hættulegur. Lögregla rannsakaði málið og komst að því að ekki var um sprengju eða annað slíkt að ræða og var hann því fjarlægður og er nú verið að opna götuna á ný.

Yfirvöld í Bretlandi hafa undanfarið verið á varðbergi gegn hryðjuverkaárásum því hættan er talin mikil um þessar mundir. MI5, breska leyniþjónustan, sagði að hættuástandið væri alvarlegt sem þýddi að líkur á árás væru miklar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×