Innlent

Stór skjálftahrina fyrir utan Siglufjörð

MYND/Vilhelm

Stór jarðskjálftahrina fór í gang um 30 kílómetra norður fyrir Siglufirði klukkan hálfsex í kvöld. Entist hún í rúman klukkutíma og urðu skjálftarnir 17 talsins og þar af voru fimm þeirra 3 á Richter. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við fréttamann Vísis að ekki væri óalgengt að svona hrina yrði á nokkura ára fresti á þessum stað.

„Á þessum stað er svokallað gliðnunarbelti sem gengur til norð-norð-vesturs frá mynni Eyjafjarðar og þess vegna verða þessar hrinur." Ragnar sagði þó að þetta væri of langt frá landi til þess að skjálftarnir myndu finnast. Spurður um hvort að framhald yrði á skjálftunum sagði Ragnar „Ekki er hægt að segja til um hvort að þessir skjálftar boði eitthvað en ekki er búist við stórum skjálftum á þessu svæði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×