Erlent

Búist við árekstri skips og borpalls í Norðursjó

Björgunarsveitir þurfa að sækja starfsmenn olíuborpalls á Norðursjó þar sem stjórnlaust skip er við það rekast á hann samkvæmt fréttum frá strandgæslunni í Bretlandi. Alls voru 30 starfsmenn á borpallinum og er þegar búið að flytja 20 þeirra í land með þyrlum.

„Skipið er ennþá stjórnlaust og við erum að leita leiða til þess að koma dráttartaug í það og breyta þannig stefnu þess." sagði Tony Tewton, vaktstjóri strandgæslunnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×