Erlent

Þingið rýmkar lög um stofnfrumurannsóknir

Nanci Pelosi, leiðtogi demókrata í bandaríska þinginu.
Nanci Pelosi, leiðtogi demókrata í bandaríska þinginu. MYND/AP

Bandaríska þingið, sem nú er undir stjórn demókrata, greiddi í dag atkvæði með þeirri tillögu að aflétta takmörkunum á fjármögnun stofnfrumurannsókna sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði áður sett.

Atkvæðin féllu hins vegar eftir flokkslínum og vantaði því töluvert upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu samþykkt tillöguna en sá fjöldi þarf að samþykkja hana svo að forsetinn geti beitt neitunarvaldi sínu. Bush hefur aðeins einu sinni áður notað neitunarvald og var það vegna tillögu sem var eins og þessi.

Hvíta húsið sagði að forsetinn myndi beita neitunarvaldi þar sem það væri á móti því að bandarískir skattgreiðendur greiddu fyrir rannsóknir sem væru til þess að fóstrum væri vísvitandi eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×