Erlent

NATO banar 150 talibönum

MYND/AP

Norðuratlantshafsbandalagið (NATO) skýrði frá því í dag að það hefði banað allt að 150 vígamönnum talibana í bardögum í austurhluta Afganistan síðastliðna daga. Herlið frá Pakistan hjálpaði til við undirbúning bardagans.

Talsmaður talibana vildi þó ekki meina að mannfallið hefði verið svo mikið og taldi það nær 50 manns. Ekki er vitað hvers vegna það munar svo miklu á tölum fallinna. Ef tölur NATO reynast réttar er það mikill sigur fyrir það þar sem búist er við því að talibanar eigi eftir að sækja í sig veðrið eftir því sem líður á vorið.

Talið er hugsanlegt að einhverjir óbreyttir borgarar hafi fallið í bardögunum en NATO viðurkenndi á dögunum að þeirra stærstu mistök í Afganistan hefðu verið hversu mörgum óbreyttum borgurum þeir hefðu banað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×