Erlent

Bloggarar metnir til jafns við fjölmiðla

MYND/Vísir

Réttaryfirvöld í Washington í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leyfa bloggurum að fylgjast með réttarhöldunum yfir Lewis Libby, fyrrum aðstoðarmanni Dick Cheney, til jafns við hefðbundna fjölmiðla. Munu þeir fá alls fjögur sæti við réttarhöldin en búist er við því að Cheney eigi eftir að bera vitni við þau.

Er þetta í fyrsta sinn sem bloggurum er leyft að vera við réttarhöld en margir hafa fengið blaðamannapassa inn á alls kyns sýningar og samkomur stjórnmálamanna og -flokka. Starfsmaður réttarins sagði við þetta tækifæri að „Bloggarar eru hluti af fjölmiðlum í dag og ef við værum að sniðganga þá værum við að sniðganga raunveruleikann."

Bloggarar segja að þeir muni tjá skoðanir sínar á því sem fer fram frekar en að segja frá því sem fer fram. Á meðal fréttabloggara sem fá sæti við réttarhöldin eru The Huffington Post og Firedoglake. Þráðlaust net verður í réttarsalnum og því munu bloggararnir setja pistla sína inn á meðan þeir sitja inni í réttarsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×