Erlent

Bandaríkjamenn handtaka sex Írani

MYND/AP

Íraski herinn skýrði frá því í kvöld að alþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjamanna hneppti í dag sex Írana í varðhald eftir að hafa ráðist á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Irbil. Bandaríski herinn sagðist hafa handtekið sex manns á sama svæði en minntist ekkert Írana eða ræðismannsskrifstofu.

Íbúi á svæðinu sagði frá því að bandarískir hermenn hefðu ráðist á húsið, tekið niður íranska fánann, tekið tölvur og önnur gögn ásamt því að handtaka starfsfólkið. Borgaryfirvöld voru æf yfir árásinni á ræðismannsskrifstofuna og krafðist þess að Íranarnir yrðu látnir lausir his fyrsta.

Írönsk stjórnvöld kölluðu íraska og svissneska sendiherrann á sinn fund til þess að útskýra gjörðir Bandaríkjamanna en Sviss sér um mál Bandaríkjanna í Íran þar sem þau hafa ekki sendiráð þar í landi. Málið kemur upp á sama tíma og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandaríski herinn myndi taka til aðgerða gegn þeim aðilum sem ýttu undir óöldina í Írak, óháð því hverjir þeir væru.

Ljóst þykir því að enn meiri spenna er hlaupin í samskipti Írana og Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×