Erlent

Al-Kaída-menn sagðir í Pakistan

John Negroponte telur fullvíst að al-Kaída hafi höfuðstöðvar sínar í Pakistan.
John Negroponte telur fullvíst að al-Kaída hafi höfuðstöðvar sínar í Pakistan. MYND/AP

Leiðtogar al-Kaída hryðjuverkanetsins hafast við í Pakistan og þaðan vinna þeir að því að styrkja samtökin um allan heim. Þetta er mat Johns Negroponte, yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og verðandi aðstoðarutanríkisráðherra.

Í yfirheyrslu hjá þingnefnd í gær sagði hann áreiðanlegar vísbendingar fyrir því að al-Kaída væri í hraðri sókn, sérstaklega í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Pakistönsk stjórnvöld, sem eru á meðal dyggustu bandamanna Bandaríkjamanna í stríðinu gegn hryðjuverkum, harðneituðu því í morgun að al-Kaída hefði höfuðstöðvar sínar í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×