Erlent

Forseti Írans heimsækir Venesúela

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, leitast nú við að mynda vináttubönd við þá sem eru óvinveittir Bandaríkjunum.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, leitast nú við að mynda vináttubönd við þá sem eru óvinveittir Bandaríkjunum. MYND/AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fór í dag í sína aðra ferð til Suður Ameríku á síðastliðnum fjórum mánuðum. Þar mun hann heimsækja Venesúela, Níkaragúa og Ekvador en forsetar þeirra landa eru eins og Ahmadinejad sjálfur, ósáttir við Bandaríkin og forseta þeirra George W. Bush.

„Íran og Venesúela eru mjög góðir vinir... Tilgangur ferðarinnar er að fylgja eftir samningum sem gerðir voru fyrr í vetur og að ná nýjum samningum." Þegar Ahmadinejad kom í fyrra skiptið sagði Hugo Chavez, forseti Venesúela, hann vera byltingarbróður og Ahmadinejad svaraði í sömu mynt og kallaði Chavez bróður írönsku þjóðarinnar. Ólíklegt er að Bandaríkjamenn eigi eftir að kunna vel ferðalag Ahmadinejads þar sem í þeirra augum styður Ahmadinejad við hryðjuverkamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×