Erlent

Samráð á tortilla markaðnum

Tortilla kökur hafa hækkað um 10% á síðasta ári.
Tortilla kökur hafa hækkað um 10% á síðasta ári. MYND/Vísir

Forseti Mexíkó, Felipe Calderon, hefur lofað því að reyna að koma í veg fyrir hækkandi verð á tortilla-kökum en þær uppistaða í fæðu margra fátækra íbúa Mexíkó. Verðið á kökunum hefur alls hækkað um 10% á síðastliðnu ári.

Calderon sagði að ríkistjórnin myndi leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir spákaupmennsku á korni og á sama tíma leita nýrra samninga til þess að geta keypt ódýrt korn. Hann þvertók þó fyrir að hefja niðurgreiðslur á korni eða að setja hámark á verð þess.

Skortur er í Mexíkó á góðu korni þar sem mikið af því bandaríska korni sem selt hefur verið til Mexíkó er nú selt í framleiðslu á etanóli. Einnig leikur grunur á samráði á meðal tortilla framleiðanda en ríkistjórnin ætlar sér að rannsaka þær ásakanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×