Erlent

Ætla ekki að ráðast á Íran

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað Írani um að valda usla í Írak.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað Írani um að valda usla í Írak. MYND/AP

Bandaríkin neituðu því í dag að þeir væru að undirbúa árásir gegn Íran og Sýrlandi þrátt fyrir að George W. Bush hafi varað löndin sterklega við á miðvikudaginn var. Þá sakaði hann stjórnvöld í löndunum tveim um að leyfa hryðjuverkamönnum að nota lönd sín sem grunnbúðir við árásir í Írak.

Þingmenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stríðið í Írak gæti breiðst út til nágrannalanda Íraks ef bandarískir hermenn færu að elta grunaða hryðjuverkamenn yfir landamæri ríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins sagði að það væri ekkert til í því að Bush hefði verið að undibúa jarðveginn fyrir stríð við annað hvort Íran eða Sýrland og tók fram að það væru engar áætlanir til um slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×