Innlent

Ekkert ferðaveður

Mynd er úr myndasafni.
Mynd er úr myndasafni. MYND/Vísir

Færð er nú slæm um allt land og á Öxnadalsheiði er snjóþekja og stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Reykjanesbraut og öllum Suðurnesjunum er hálka og skafrenningur, sem og á Hellisheiði og Þrengslum en þar er líka éljagangur.

Víðast hvar á Suðurlandi er hálka og snjóþekja.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir, skafrenningur og éljagangur. Á Vestfjörðum er hálka, éljagangur.

Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi. Ófær er yfir Eyrarfjall. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru einnig ófærar. Ekki er gert ráð fyrir að opna þær neitt á næstunni.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur. Lágheiði er ófær.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir, en ófært er yfir Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×