Innlent

HA sakar menntamálaráðherra um mismunun

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. MYND/Kristján

Formaður félags háskólakennara á Akureyri sakar menntamálaráðherra um mismunun. Á Akureyri búi skólinn við hundruð milljarða króna halla meðan smjör drjúpi af hverju strái hjá Háskóla Íslands.

Fram kom í fréttum í gær að gleðitár blikuðu á hvörmum skólamanna í Háskóla Íslands þegar ráðherra kynnti þriggja milljarða króna aukinn fjárstyrk og blásið var til sóknar skólans. En það eru engin gleðitár á vöngum formanns Félags kennara við Háskólann á Akureyri. Allt árið í fyrra ríkti óvissa í skólanum vegna fjárvöntunar og þurfti að grípa til uppsagna, hagræðingar og sameiningar deilda til að skólinn gæti starfað áfram.

Hann segist samfagna kollegum sínum við Háskóla Íslands en að óbreyttu verði ekki annað séð en skólarnir sitji ekki við sama borð.

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vísar þessari gagnrýni á bug. Hún segir að framlög til Háskólans á Akureyri hafi aukist meir en til Háskóla Íslands en á það skuli einnig bent að eftir eigi að endurskoða fjárhagstöðu Háskólans á Akureyri sérstaklega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×