Erlent

Kínverjar og Rússar beita neitunarvaldi

MYND/AP

Kínverjar og Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðana gegn ályktun Bandaríkjamanna sem átti að setja þrýsting á stjórnvöld í Myanmar en réttindi minnihluta og stjórnarandstöðu eru virt að vettugi þar í landi.

Kínverjar og Rússar segja að athafnir herstjórnarinnar í Myanmar hafi ekki áhrif á frið og öryggi á svæðinu og þess vegna sé þetta mál utan lögsögu öryggisráðsins, en til þess að öryggisráðið geti fjallað um mál verða þau að hafa áhrif út fyrir landsteina viðkomandi lands. Er þetta í fyrsta sinn í 35 ár sem að bæði Kína og Rússar beita neitunarvaldi á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×