Erlent

Ekki ráðist á Íran og Sýrland

George Bush, forseti Bandaríkjanna.
George Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

Bandaríkin neituðu því í gær að þeir væru að undirbúa árásir gegn Íran og Sýrlandi þrátt fyrir að George W. Bush hafi varað löndin sterklega við á miðvikudaginn var. Þá sagði hann ráðamenn í Damascus og Teheran leyfa hryðjuverkamönnum að nota lönd sín sem bækistöðvar þar sem árásir á Írak væru undirbúnar.

Þingmenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stríðið í Írak gæti breiðst út til annarra Mið-Austurlanda ef bandarískir hermenn færu að elta grunaða hryðjuverkamenn yfir landamærin til nágrannaríkjanna.

Talsmaður Hvíta hússins sagði að það væri ekkert til í því að Bush hefði verið að undirbúa jarðveginn fyrir stríð gegn Íran eða Sýrland og tók fram að engar slíkar áætlanir væru upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×