Jordan: Schumacher verður goðsögn 15. janúar 2007 12:45 Michael Schumacher kyssir Ferrari-bíl sinn eftir sinn síðasta kappakstur á ferlinum á síðasta ári. MYND/Getty Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára. "Ef fólk yrði spurt um helsta áhrifavaldinn og goðsögnina innan formúlu 1 held ég að flestir myndu segja Ayrton Senna, einkum vegna þess að hann er ekki lengur á meðal vor. Við dauða eða fráfall einstaklings styrkist ímynd hans oft til muna. Nú þegar Schumacher er hættur að keppa held ég að hans persóna og ímynd á meðal almennings muni stórbatna," segir Jordan. "Michael var ótrúlegur ökumaður og engum líkur. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á formúlu 1 og staðið sig vel sem helsti flaggberi íþróttarinnar á síðustu árum. Í Bretlandi vandist fólk því að geðjast illa við hann en allar slíkar hugsanir munu breytast þegar fram líða stundir. Ég held að við þurfum ekki að bíða lengi efitr því að Schumacher verður orðinn að goðsögn," bætti Jordan við. Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára. "Ef fólk yrði spurt um helsta áhrifavaldinn og goðsögnina innan formúlu 1 held ég að flestir myndu segja Ayrton Senna, einkum vegna þess að hann er ekki lengur á meðal vor. Við dauða eða fráfall einstaklings styrkist ímynd hans oft til muna. Nú þegar Schumacher er hættur að keppa held ég að hans persóna og ímynd á meðal almennings muni stórbatna," segir Jordan. "Michael var ótrúlegur ökumaður og engum líkur. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á formúlu 1 og staðið sig vel sem helsti flaggberi íþróttarinnar á síðustu árum. Í Bretlandi vandist fólk því að geðjast illa við hann en allar slíkar hugsanir munu breytast þegar fram líða stundir. Ég held að við þurfum ekki að bíða lengi efitr því að Schumacher verður orðinn að goðsögn," bætti Jordan við.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira