Innlent

Norsk-íslenska síldin umdeild

Skip á síldarveiðum.
Skip á síldarveiðum. MYND/AP

Enn ein samningalotan um skiptingu Norsk-Íslenska síldarstofnsins hefst í dag en Norðmenn vilja sífellt stærri hluta kökunnar. Líkt og í viðræðunum í desember krefjast þeir nú 70 prósenta hlutdeildar í veiðistofninum sem er talsvert hærra hlutfall en þeir höfðu á meðan samkomulag ríkti um veiðarnar.

Það samkomulag rufu Noðrmenn fyrir tveimur árum síðan. Hlutur íslendinga var þá rösklega 15 prósent, en talið er að aflaverðmæti þeirra prósenta geti numið sjö til átta milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×