Erlent

Hálfbróðir Saddams tekinn af lífi

Barzan Ibrahim, hálfbróðir Saddams Hússein.
Barzan Ibrahim, hálfbróðir Saddams Hússein. MYND/AP

Barzan Ibrahim, hálfbróðir Saddams Hússeins, var tekinn af lífi í nótt. Hann var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma Saddams Hússeins. Awad Hamed al-Bandar, fyrrum yfirdómari landsins, var einnig tekinn af lífi í nótt. Þeir voru sakfelldir vegna morða á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982 en Saddam var dæmdur til dauða í sama máli.

Upphaflega átti að taka alla þrjá af lífi saman en yfirvöld ákváðu að hengja Saddam einan. Tveir aðstoðarmenn Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hafa staðfest að mennirnir tveir hafi verið teknir af lífi en þeir voru hengdir á sama stað og Saddam fyrir rúmum tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×