Erlent

Abbas, Olmert og Rice funda

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem í morgun.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem í morgun. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins.

Rice er nú á ferð um Miðausturlönd þar sem hún ræðir við ráðamenn. Í gær fundaði hún með Abbas og Abdullah Jórdaníukonungi og ræddi við Olmert í morgun.

Ljóst er að erfitt samningaferli er framundan. Abbas útilokaði í gær að stofnað yrði einhvers konar bráðabirgðaríki Palestínumanna, líkt og Ísraelar hafa lagt til, og í morgun tilkynntu Ísraelar að landnemabyggðir á Vesturbakkanum yrðu stækkaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×