Innlent

Svört skýrsla um Byrgið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins verður birt nú eftir hádegi. Rannsókn Ríkisendurskoðunar hefur staðið í nokkrar vikur en til hennar var blásið að beiðni Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra. Búast má við því að skýrslan dragi upp dökka mynd af rekstrinum. Um áramót beindi Ríkisendurskoðun því til ráðherra að stöðva greiðslur til meðferðarheimilisins enda gaf úttekt hennar þá þegar til kynna að fjárreiðum og reikningshaldi Byrgisins væri verulega áfátt. Byrgið er á fjárlögum og hefur fengið nærri 200 milljónir króna úr ríkissjóði á umliðnum árum.  Á sama tíma og fjárreiður heimilisins eru undir smásjánni er kynferðisbrotakæra á hendur forstöðumanni heimilisins til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×