Erlent

Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak

MYND/AP

Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak.

Khalilzad sagði þessa áætlun vera vendipunkt í sögu Íraks. Bandaríkjamenn eru sem stendur með fimm Írani í haldi en þá tóku þeir fasta í áhlaupi á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Arbil í norðurhluta Íraks. Bandaríkjamenn hafa sakað Íran og Sýrland um að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Írak og valda þar með dauða fjölmargra bandarískra hermanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×