Erlent

Innflutningsbann stendur enn

MYND/AP

Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins.

Í hefndarskyni hafa Pólverjar komið í veg fyrir að viðræður hefjist milli Evrópusambandsins og Rússlands um nýjan samstarfssamning. Fréttaskýrendur segja að þrátt fyrir þetta gæti samkomulag náðst seinna í mánuðinum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fer til viðræðna við Vladimir Putin forseta Rússlands en Þýskaland leiðir nú Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×