Erlent

Leg grædd í konur

Læknar við sjúkrahúsið í New York bera hér saman bækur sínar.
Læknar við sjúkrahúsið í New York bera hér saman bækur sínar. MYND/AP

Sjúkrahús í New York ætlar sér að framkvæma ígræðslu á legi en slík aðgerð gæti gert konum sem eru með gallað leg kleift að eignast börn. Legin koma frá látnum líffæragjöfum, rétt eins og þegar um er að ræða aðrar líffæraígræðslur

Legin yrðu síðan fjarlægð úr konunum á ný þegar meðgöngu væri lokið til þess að koma í veg fyrir að líkami þeirra hafnaði leginu. Siðanefnd sjúkrahússins hefur samþykkt aðgerðina en enn er langt þangað til hún verður að veruleika. Rannsóknar- og undirbúningsvinna að slíkri aðgerð hefur staðið yfir í 10 ár og segjast þeir nú vera að leita að konum í fyrstu prófanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×