Erlent

Rice í Sádi-Arabíu

Rice sést hér á fundi með konunginum.
Rice sést hér á fundi með konunginum. MYND/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hitti í gær konung Sádi Arabíu en Rice er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að fá stuðning við nýlega stefnubreytingu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Írak.

Konungur Sádi Arabíu er einn þeirra sem hefur sett hvað mesta pressu á Bandaríkin um að leysa deilu Ísraels og Palestínu. Fréttaskýrendur í Mið-Austurlöndum búast þó ekki við miklum árangri af viðræðum Rice við þjóðarleiðtoga á svæðinu en hún á eftir að hitta utanríkisráðherra átta ríkja í Mið-Austurlöndum í Kúveit í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×