SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006 16. janúar 2007 19:11 Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans. Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna