Við borgum ekki! 16. janúar 2007 20:13 Frægt leikrit eftir Nóbelsverðlaunahafann Dario Fo heitir Við borgum ekki. Ég velti fyrir mig hvort sé komið að þeim punkti að við Íslendingar eigum að hætta að borga. Við búum við langhæsta matarverð í heiminum, nú er það endanlega sannað, lyf eru hér allt að tvö hundruð prósent dýrari en í nágrannalöndunum, bensín lækkar út um allan heim en ekki hér fyrr en seint og um síðir, í lánakerfinu eru ekki bara fáheyrðir vextir heldur er líka stuðst við verðtryggingu, fyrirbæri sem er hvergi notað meðal siðmenntaðra þjóða. Íslendingur sem tekur verðtryggt lán í krónum fer að eignast hlut í íbúðinni sinni eftir svona tvo áratugi. Okrið er alls staðar. Hagtölur sýna að það ágerist frekar en hitt. Við erum raunar farin að taka þessu sem sjálfsögðum hlut, eins og verðrinu og myrkrinu. Miðað við fjölmiðlaumfjöllun mætti ætla að við tökum þá sem féfletta okkur nánast í guðatölu. Maður spyr sig jafnvel hvort þetta sé einhvers konar sadó-masó samband? --- --- --- Það er vinsælt að kenna krónunni um og ríkinu. Jú, víst er það að hér hafa menn haft tilhneigingu til að leggja á ofurtolla til að vernda landbúnað sem mörgum þykir vera eintómt sport. Ég er reyndar ekki sammála því, við eigum að hafa sjálfstæðan og stoltan landbúnað, en þó ekki algjörlega á ríkisframfæri. Og krónan flöktir upp og niður. En gleymum því samt ekki að krónan hefur lengst af síðustu ár verið mjög hátt skráð sem hefði átt að tryggja lágt verð á innfluttum varningi. Það eru ýmis dæmi, sum eru nánast fyndin. Einn bloggari bendir á vélmenni sem var vinsælt til gjafa nú fyrir jólin og kostaði 15 þúsund krónur en kostar 3 þúsund krónur í Danmörku. Annar bendir á að brauð sé næstum 70 prósentum dýrara hér en í Evrópu. Verð á ýmsu öðru hefur rokið upp síðustu árin miðað við það sem gerist annars staðar, símakostnaður, fatnaður, að ógleymdu húsnæði. Að sumu leyti er um að kenna fákeppni og einokunaraðstöðu margra fyrirtækja. Það liggur við að maður reyni að höfða til þjóðhollustu þeirra sem eiga fyrirtækin hér, en þá gleymir maður því kannski að kapítalið er ekki þjóðhollt. Það var sjálfur Friedman sem sagði að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja væri þjóðsaga. Við þurfum samt að fara að losna við þá hugmynd að það sé í góðu lagi að okra á Íslendingum. --- --- --- Nýríkishugsjónin er stór og glæsileg, felur í sér óskaplegt þjóðarstolt og kannski einhvers konar heimsyfirráð, en hún virðist líka fela í sér að allt í lagi sé að rýja íslenska þjóð inn að skyrtunni. Kannski af því að hún er svo lítilþæg og þýlynd, tuðar mikið en gerir lítið í málunum. Ég velti líka fyrir mér hvort ein skýringin sé sú að við setjum okkur of háan lifistandard. Maður á Íslandi er ekki fyrr búinn að opna sjoppu en honum finnst sjálfsagt að hann sé farinn að haga sér eins og milljarðamæringur. Við erum öll á móti spillingunni - þangað til við komumst í hana sjálf. Þetta heitir græðgi, en kannski stendur markaðurinn ekki alveg undir þessu. Maður er að vona að brátt komi að einhvers konar tímamótum. Að þjóðin sætti sig ekki lengur við þetta - hætti að borga. Að það verði hugarfarsbreyting, helst ekki seinna en í kringum kosningarnar í vor -annars er líklega ekkert annað til ráða en að hjálpræðið komi frá útlöndum í líki erlendra stofnana, erlendra banka og erlendra fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun
Frægt leikrit eftir Nóbelsverðlaunahafann Dario Fo heitir Við borgum ekki. Ég velti fyrir mig hvort sé komið að þeim punkti að við Íslendingar eigum að hætta að borga. Við búum við langhæsta matarverð í heiminum, nú er það endanlega sannað, lyf eru hér allt að tvö hundruð prósent dýrari en í nágrannalöndunum, bensín lækkar út um allan heim en ekki hér fyrr en seint og um síðir, í lánakerfinu eru ekki bara fáheyrðir vextir heldur er líka stuðst við verðtryggingu, fyrirbæri sem er hvergi notað meðal siðmenntaðra þjóða. Íslendingur sem tekur verðtryggt lán í krónum fer að eignast hlut í íbúðinni sinni eftir svona tvo áratugi. Okrið er alls staðar. Hagtölur sýna að það ágerist frekar en hitt. Við erum raunar farin að taka þessu sem sjálfsögðum hlut, eins og verðrinu og myrkrinu. Miðað við fjölmiðlaumfjöllun mætti ætla að við tökum þá sem féfletta okkur nánast í guðatölu. Maður spyr sig jafnvel hvort þetta sé einhvers konar sadó-masó samband? --- --- --- Það er vinsælt að kenna krónunni um og ríkinu. Jú, víst er það að hér hafa menn haft tilhneigingu til að leggja á ofurtolla til að vernda landbúnað sem mörgum þykir vera eintómt sport. Ég er reyndar ekki sammála því, við eigum að hafa sjálfstæðan og stoltan landbúnað, en þó ekki algjörlega á ríkisframfæri. Og krónan flöktir upp og niður. En gleymum því samt ekki að krónan hefur lengst af síðustu ár verið mjög hátt skráð sem hefði átt að tryggja lágt verð á innfluttum varningi. Það eru ýmis dæmi, sum eru nánast fyndin. Einn bloggari bendir á vélmenni sem var vinsælt til gjafa nú fyrir jólin og kostaði 15 þúsund krónur en kostar 3 þúsund krónur í Danmörku. Annar bendir á að brauð sé næstum 70 prósentum dýrara hér en í Evrópu. Verð á ýmsu öðru hefur rokið upp síðustu árin miðað við það sem gerist annars staðar, símakostnaður, fatnaður, að ógleymdu húsnæði. Að sumu leyti er um að kenna fákeppni og einokunaraðstöðu margra fyrirtækja. Það liggur við að maður reyni að höfða til þjóðhollustu þeirra sem eiga fyrirtækin hér, en þá gleymir maður því kannski að kapítalið er ekki þjóðhollt. Það var sjálfur Friedman sem sagði að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja væri þjóðsaga. Við þurfum samt að fara að losna við þá hugmynd að það sé í góðu lagi að okra á Íslendingum. --- --- --- Nýríkishugsjónin er stór og glæsileg, felur í sér óskaplegt þjóðarstolt og kannski einhvers konar heimsyfirráð, en hún virðist líka fela í sér að allt í lagi sé að rýja íslenska þjóð inn að skyrtunni. Kannski af því að hún er svo lítilþæg og þýlynd, tuðar mikið en gerir lítið í málunum. Ég velti líka fyrir mér hvort ein skýringin sé sú að við setjum okkur of háan lifistandard. Maður á Íslandi er ekki fyrr búinn að opna sjoppu en honum finnst sjálfsagt að hann sé farinn að haga sér eins og milljarðamæringur. Við erum öll á móti spillingunni - þangað til við komumst í hana sjálf. Þetta heitir græðgi, en kannski stendur markaðurinn ekki alveg undir þessu. Maður er að vona að brátt komi að einhvers konar tímamótum. Að þjóðin sætti sig ekki lengur við þetta - hætti að borga. Að það verði hugarfarsbreyting, helst ekki seinna en í kringum kosningarnar í vor -annars er líklega ekkert annað til ráða en að hjálpræðið komi frá útlöndum í líki erlendra stofnana, erlendra banka og erlendra fyrirtækja.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun