Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri 18. janúar 2007 18:45 Halla Gunnarsdóttir er ein þriggja frambjóðenda til formanns KSÍ. Ef hún nær kjör ætlar hún að jafna kjör karla og kvenna í landsliðum fótbolta. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“ Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“
Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Sjá meira