Auðvelt að dylja slóð sína á netinu 18. janúar 2007 18:25 Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar. Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira