Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli 19. janúar 2007 12:10 MYND/Vilhelm Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. Sigurður höfðaði mál á hendur Keri í fyrra, með stuðningi Neytendasamtakanna, og krafði félagið um bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á eldsneyti á meðan á samráði stóru olíufélaganna stóð á tíunda áratug síðustu aldar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ker af bæði aðal- og varakröfu Sigurðar og vísaði auk þess þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu frá dómi. Var meðal annars byggt á því að Sigurður hefði ekki kallað til matsmenn til að meta tjónið en slíkt er mjög kostnaðarsamt og varla á færi hins almenna borgara. Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á því að felldur yrði dómur um þrautaþrautavarakröfu hans sem kvað á um dómurinn skæri úr um það hvort Ker ætti að greiða honum skaðabætur og hversu háar þær ættu að vera. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, bendir á að skýrt sé kveðið á um það í dómnum að kveða skuli upp efnisdóm í málinu. Héraðsdómur hafi í desember sagt að samráðið hafi verið til þess fallið að valda tjóni en ekki viljað taka afstöðu til þess hversu mikið tjónið væri en nú bæri bæri honum að gera það. Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar Þór vinnur, er með um 150 mál á sínum þar sem einstaklingar telja að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Steinar segir að farið verði af stað með þau þegar dómur héraðsdóms liggur fyrir. Við þetta má bæta að mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra verður tekið fyrir innan tveggja Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. Sigurður höfðaði mál á hendur Keri í fyrra, með stuðningi Neytendasamtakanna, og krafði félagið um bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á eldsneyti á meðan á samráði stóru olíufélaganna stóð á tíunda áratug síðustu aldar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ker af bæði aðal- og varakröfu Sigurðar og vísaði auk þess þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu frá dómi. Var meðal annars byggt á því að Sigurður hefði ekki kallað til matsmenn til að meta tjónið en slíkt er mjög kostnaðarsamt og varla á færi hins almenna borgara. Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á því að felldur yrði dómur um þrautaþrautavarakröfu hans sem kvað á um dómurinn skæri úr um það hvort Ker ætti að greiða honum skaðabætur og hversu háar þær ættu að vera. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, bendir á að skýrt sé kveðið á um það í dómnum að kveða skuli upp efnisdóm í málinu. Héraðsdómur hafi í desember sagt að samráðið hafi verið til þess fallið að valda tjóni en ekki viljað taka afstöðu til þess hversu mikið tjónið væri en nú bæri bæri honum að gera það. Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar Þór vinnur, er með um 150 mál á sínum þar sem einstaklingar telja að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Steinar segir að farið verði af stað með þau þegar dómur héraðsdóms liggur fyrir. Við þetta má bæta að mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra verður tekið fyrir innan tveggja
Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira