Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli 19. janúar 2007 12:10 MYND/Vilhelm Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. Sigurður höfðaði mál á hendur Keri í fyrra, með stuðningi Neytendasamtakanna, og krafði félagið um bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á eldsneyti á meðan á samráði stóru olíufélaganna stóð á tíunda áratug síðustu aldar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ker af bæði aðal- og varakröfu Sigurðar og vísaði auk þess þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu frá dómi. Var meðal annars byggt á því að Sigurður hefði ekki kallað til matsmenn til að meta tjónið en slíkt er mjög kostnaðarsamt og varla á færi hins almenna borgara. Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á því að felldur yrði dómur um þrautaþrautavarakröfu hans sem kvað á um dómurinn skæri úr um það hvort Ker ætti að greiða honum skaðabætur og hversu háar þær ættu að vera. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, bendir á að skýrt sé kveðið á um það í dómnum að kveða skuli upp efnisdóm í málinu. Héraðsdómur hafi í desember sagt að samráðið hafi verið til þess fallið að valda tjóni en ekki viljað taka afstöðu til þess hversu mikið tjónið væri en nú bæri bæri honum að gera það. Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar Þór vinnur, er með um 150 mál á sínum þar sem einstaklingar telja að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Steinar segir að farið verði af stað með þau þegar dómur héraðsdóms liggur fyrir. Við þetta má bæta að mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra verður tekið fyrir innan tveggja Samráð olíufélaga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. Sigurður höfðaði mál á hendur Keri í fyrra, með stuðningi Neytendasamtakanna, og krafði félagið um bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á eldsneyti á meðan á samráði stóru olíufélaganna stóð á tíunda áratug síðustu aldar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ker af bæði aðal- og varakröfu Sigurðar og vísaði auk þess þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu frá dómi. Var meðal annars byggt á því að Sigurður hefði ekki kallað til matsmenn til að meta tjónið en slíkt er mjög kostnaðarsamt og varla á færi hins almenna borgara. Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á því að felldur yrði dómur um þrautaþrautavarakröfu hans sem kvað á um dómurinn skæri úr um það hvort Ker ætti að greiða honum skaðabætur og hversu háar þær ættu að vera. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, bendir á að skýrt sé kveðið á um það í dómnum að kveða skuli upp efnisdóm í málinu. Héraðsdómur hafi í desember sagt að samráðið hafi verið til þess fallið að valda tjóni en ekki viljað taka afstöðu til þess hversu mikið tjónið væri en nú bæri bæri honum að gera það. Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar Þór vinnur, er með um 150 mál á sínum þar sem einstaklingar telja að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Steinar segir að farið verði af stað með þau þegar dómur héraðsdóms liggur fyrir. Við þetta má bæta að mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra verður tekið fyrir innan tveggja
Samráð olíufélaga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent