Gjafmildi, Elton John, handbolti, Evrovision, þjóðarkarakter 20. janúar 2007 19:59 Ólafur í Samskip slær öll met í því að gefa peninga til góðgerðarmála og menningar. Það er samt skrítið að tilkynna þetta sama dag og hann lætur fljúga með Elton John hingað í einkaþotu til að spila í partíi. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Þeir náðu meira að segja myndum af Elton. Sjónvarpinu fannst þetta hins vegar eitthvað óþægilegt, fluttu bara fréttir af styrktarsjóðnum en nefndu ekki Elton. Miðað við þetta verða peningar sem Glitnir gaf úr menningarsjóði sínum um daginn ósköp litlir. Stjórnendur Glitnis fóru líka alveg með það í "galaveislunni" sem þeir héldu í Laugardalshöll fyrir valda viðskiptavini og starfsmenn. Upphæðin sem bankinn veitti úr sjóðnum var 50 milljónir. Þeim sem voru í veislunni telja að hún hafi kostað allavega það. Þar drukku mörg hundruð manns og átu eins og þeir gátu í sig látið. Kona sem fór heim klukkan fjögur um nótt sagði að þá hefði ekki verið fararsnið á neinum - heldur voru gestirnir að skófla í sig næturverði, eggjum og beikoni. Það fylgdi sögunni af þessari konu að hún hefði farið í Glitni daginn eftir og flutt viðskipti sín þaðan yfir í annan banka. --- --- --- Ég er sennilega einn minnsti áhugamaður um handbolta sem um getur. Hef varla notið þess að horfa á handbolta síðan 1986 þegar ég horfði á landsleik á heimili Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þorgeirs Þorgeirsonar. Man að þau höfðu bæði miklar skoðanir á leiknum. Þess vegna fyllist ég alltaf vissum kvíða þegar handboltamót byrja og menn fara að tala um "strákana okkar". Og viti menn - ég er strax kominn með grænar bólur. Þær spruttu út áðan - þá var sýnd ný auglýsing sem Icelandair hefur látið gera í tilefni heimsmeistaramótsins í handbolta. -- --- --- "Ég var píndur í að fjalla um þetta af yfirmönnum stofnunarinnar", sagði Jón Ólafsson áðan þegar hann var að kynna þátt sinn sem fjallar að þessu sinni um Evróvisjón. Þetta finnst mér gott hjá honum. Maður er löngu búinn að fá nóg af stjórnendum sem reyna að selja þætti sína með gervihressleika. --- --- --- Rakst á þessa færslu í bloggsíðu sem nefnist Prakkarinn en henni er haldið úti af Jóni Steinari Ragnarssyni, leikmyndahönnuði og handritshöfundi. Þetta er ekki verri súmmeríng á þjóðarkarakter en hver önnur:Sem dæmi þá höfum við tileinkað okkur: Umferðarmenningu Ítala. Matarmenningu Ameríkana. Drykkjusiði Grænlendinga. Arkitektúr Sovétmanna. Umburðalyndi Sómalíumanna. Löggæslu Kólumbíumanna. Umhverfisvitund Kínverja. Sjónvarpsmenningu Japana. Mannblendni Norðmanna. Kurteisi Frakka. Hógværð Ísraelsmanna. Hagfræði Argentínumanna. Frjálslyndi Breta. Þingsköp Taívanbúa. Jafnréttisstefnu Saudi Araba. Landbúnaðarstefnu Kúbverja. Lýðræði Túrkmena. Trúareiningu Íraka og klæðaburð Kaskstana svo aðein fátt sé talið af kostum þessa fjölmenningarlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Ólafur í Samskip slær öll met í því að gefa peninga til góðgerðarmála og menningar. Það er samt skrítið að tilkynna þetta sama dag og hann lætur fljúga með Elton John hingað í einkaþotu til að spila í partíi. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Þeir náðu meira að segja myndum af Elton. Sjónvarpinu fannst þetta hins vegar eitthvað óþægilegt, fluttu bara fréttir af styrktarsjóðnum en nefndu ekki Elton. Miðað við þetta verða peningar sem Glitnir gaf úr menningarsjóði sínum um daginn ósköp litlir. Stjórnendur Glitnis fóru líka alveg með það í "galaveislunni" sem þeir héldu í Laugardalshöll fyrir valda viðskiptavini og starfsmenn. Upphæðin sem bankinn veitti úr sjóðnum var 50 milljónir. Þeim sem voru í veislunni telja að hún hafi kostað allavega það. Þar drukku mörg hundruð manns og átu eins og þeir gátu í sig látið. Kona sem fór heim klukkan fjögur um nótt sagði að þá hefði ekki verið fararsnið á neinum - heldur voru gestirnir að skófla í sig næturverði, eggjum og beikoni. Það fylgdi sögunni af þessari konu að hún hefði farið í Glitni daginn eftir og flutt viðskipti sín þaðan yfir í annan banka. --- --- --- Ég er sennilega einn minnsti áhugamaður um handbolta sem um getur. Hef varla notið þess að horfa á handbolta síðan 1986 þegar ég horfði á landsleik á heimili Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þorgeirs Þorgeirsonar. Man að þau höfðu bæði miklar skoðanir á leiknum. Þess vegna fyllist ég alltaf vissum kvíða þegar handboltamót byrja og menn fara að tala um "strákana okkar". Og viti menn - ég er strax kominn með grænar bólur. Þær spruttu út áðan - þá var sýnd ný auglýsing sem Icelandair hefur látið gera í tilefni heimsmeistaramótsins í handbolta. -- --- --- "Ég var píndur í að fjalla um þetta af yfirmönnum stofnunarinnar", sagði Jón Ólafsson áðan þegar hann var að kynna þátt sinn sem fjallar að þessu sinni um Evróvisjón. Þetta finnst mér gott hjá honum. Maður er löngu búinn að fá nóg af stjórnendum sem reyna að selja þætti sína með gervihressleika. --- --- --- Rakst á þessa færslu í bloggsíðu sem nefnist Prakkarinn en henni er haldið úti af Jóni Steinari Ragnarssyni, leikmyndahönnuði og handritshöfundi. Þetta er ekki verri súmmeríng á þjóðarkarakter en hver önnur:Sem dæmi þá höfum við tileinkað okkur: Umferðarmenningu Ítala. Matarmenningu Ameríkana. Drykkjusiði Grænlendinga. Arkitektúr Sovétmanna. Umburðalyndi Sómalíumanna. Löggæslu Kólumbíumanna. Umhverfisvitund Kínverja. Sjónvarpsmenningu Japana. Mannblendni Norðmanna. Kurteisi Frakka. Hógværð Ísraelsmanna. Hagfræði Argentínumanna. Frjálslyndi Breta. Þingsköp Taívanbúa. Jafnréttisstefnu Saudi Araba. Landbúnaðarstefnu Kúbverja. Lýðræði Túrkmena. Trúareiningu Íraka og klæðaburð Kaskstana svo aðein fátt sé talið af kostum þessa fjölmenningarlands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun