Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf 21. janúar 2007 12:21 Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð. Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð.
Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira