Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn 22. janúar 2007 12:30 Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, á blaðamannafundi þegar fyrstu tölur lágu fyrir í gær. MYND/AP Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi. Vojislav Seselj, leiðtogi þjóðernissinna, er ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Hann varð þriðji í baráttunni um serbneska forsetaembættið árið 2002. Ári síðar gaf hann sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Síðan þá hefur seselj gagnrýnt þá málsmeðferð sem hann hefur fengið. Hann hefur meðal annars farið í mótmælasvelti þar sem ekki var orðið við kröfu hans um að hann fengi skipaða nýja verjendur. Flokkur Seseljs hlaut töluvert fylgi í síðustu kosningum. Fyrstu tölur nú benda til þess að flokkurnn hafi bætt við sig einu prósentustigi og hafi hlotið tæp 30% atkvæða. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gær og því verður að mynda samsteypustjórn. Telja stjórnmálaskýrendur í Serbíu það afar ólíklegt að fylgið frá í gær fleyti þjóðernissinnum í ríkisstjórn. Núverandii stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfi sínu náist samkomulag við tvo minni flokka. Þeir flokkar sem hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár eru mið- og hægriflokkar sem stefna á inngöngu í Evrópusambandið. Nýrri ríkisstjórn bíða fjölmörg verkefni. Gera þarf umbætur í efnahagsmálum, bæta samskiptin við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sem hafa tafið aðildarviðræður við ESB, og ræða framtíð Kósóvó-héraðs. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, vonar að greiðlega gangi að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir sigur þjóðernissinna. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif úrslitin hafi á viðræður um framtíð Kósóvó-héraðs. Erlent Fréttir Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi. Vojislav Seselj, leiðtogi þjóðernissinna, er ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Hann varð þriðji í baráttunni um serbneska forsetaembættið árið 2002. Ári síðar gaf hann sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Síðan þá hefur seselj gagnrýnt þá málsmeðferð sem hann hefur fengið. Hann hefur meðal annars farið í mótmælasvelti þar sem ekki var orðið við kröfu hans um að hann fengi skipaða nýja verjendur. Flokkur Seseljs hlaut töluvert fylgi í síðustu kosningum. Fyrstu tölur nú benda til þess að flokkurnn hafi bætt við sig einu prósentustigi og hafi hlotið tæp 30% atkvæða. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gær og því verður að mynda samsteypustjórn. Telja stjórnmálaskýrendur í Serbíu það afar ólíklegt að fylgið frá í gær fleyti þjóðernissinnum í ríkisstjórn. Núverandii stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfi sínu náist samkomulag við tvo minni flokka. Þeir flokkar sem hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár eru mið- og hægriflokkar sem stefna á inngöngu í Evrópusambandið. Nýrri ríkisstjórn bíða fjölmörg verkefni. Gera þarf umbætur í efnahagsmálum, bæta samskiptin við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sem hafa tafið aðildarviðræður við ESB, og ræða framtíð Kósóvó-héraðs. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, vonar að greiðlega gangi að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir sigur þjóðernissinna. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif úrslitin hafi á viðræður um framtíð Kósóvó-héraðs.
Erlent Fréttir Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira