Lilló leggur út af Lobba 23. janúar 2007 22:02 Viðtal mitt við Guðmund Ólafsson (Lobba) hagfræðing í síðasta Silfri hefur vakið mikla athygli - en kannski ekki nóga. Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að heill stjórnmálaflokkur gæti byggt kosningabaráttu sína á málflutningi hans. Guðmundur talaði enga tæpitungu í viðtalinu þar sem við fjölluðum einkum og sérílagi um vexi, okur, gjaldmiðillinn og tekjuskiptingu. Þetta var það sem heitir á frönsku "tour de force". Viðtalið má sjá hér á Veftívíinu. Nú hefur Friðrik Þór Guðmundsson (Lilló), sá ágæti blaðamaður, tekið af mér ómakið og dregið saman helstu atriðin úr viðtalinu við Guðmund. Tek fram að þetta eru útleggingar Friðriks, en ekki komið úr smiðju Guðmundar. Sýnist þó að Friðrik fari mestanpart rétt með. Friðrik birtir þetta á bloggsíðu sinni - ég tek mér það bessaleyfi að setja hér inn pistilinn í heild sinni: "Guðmundur Ólafsson er beinskeyttur hagfræðingur og háskólalektor, sem talar mannamál og kallar hlutina sínum réttu nöfnum. Enginn kverúlant. Ég er núna að furða mig á því hversu lítil umræða er um ofboðslega beinskeyttan málflutning hans í Silfri Egils sl. sunnudag. Lét hann þó öflugar sprengjur falla, sem sumum ætti aldeilis að svíða undan. 1. (Útláns)vextir á Íslandi eru þeir mestu í heimi - mestu okurvextir "í sögu mannsandans". 2. Bankarnir eru böl - þeir eru frekir á fóðrum. 3. Krónan er mjög tæpur/hæpinn gjaldmiðill. Ástandið er óeðlilegt og krónan er viðskiptahindrun. 4. Íslensk fyrirtæki hafa vanist við að ríkið bjargi þeim (með gengisfellingum og slíku) - tími kominn til að "einkavæða einkareksturinn". 5. Verðlag á Íslandi er okur - við búum við hæsta verðlag í heimi. Landbúnaðarvörur veita "verðleiðsögn" - toga upp verðlag á annars óskyldum vörum. 6. Verslunin hefur hækkað hjá sér álagninguna: Var 19-22% fyrir tuttugu árum en 33-34% nú. Þetta gerðist einkum frá og með árunum 1998-2000, en á sama tíma lækkaði álagningin í Evrópu. Þessi þróun er falin; verslunarkeðjur eins og Hagar/Baugur geta látið hagnaðinn og framlegðina koma fram á öðrum sviðum en smásölunni, t.d. í heildsölunni og eignarhaldsfélögunum (með hækkun á leigu osfrv.) Tal um "bara 15% álagningu" er hlægilegt. 7. Tollar og umsýslugjöld eru út úr öllu korti á og fjármálaráðherra virðist engan áhuga hafa á því að breyta því, heldur hafa áfram hundruði manna að koma í veg fyrir "að við getum keypt ódýra vöru". 8. Hagar/Baugur eru með ráðandi stöðu og eru í raun sú Verðlagsstofnun sem við búum við. Baugur fær mikinn afslátt frá birgjum án þess að það komi fram í verðlagi þeirra. 9. Fólk býr við vinnuþrælkun á Íslandi og vinnuvikan hefur lengst úr 44 í 53 klukkustundir. Þetta er misnotkun á auðlindinni vinnuafl. 10. Tekjur ríkisins hafa vaxið ævintýralega mikið; frá 1994 til 2004 úr 700 þúsund krónum á mann í 1.100 þúsund krónur á mann. Hlutur tekna ríkisins í þjóðartekjum í heild hefur snarhækkað. Misrétti hefur aukist í landinu og ljóst að það er fyrst og fremst ríkið sem hefur staðið fyrir því, ekki (aðrir) launagreiðendur - aukning misréttis er: fjármálaráðherra. Þarf að skipta um stefnu eða skipta um almenning?" Lokaorðin eru komin frá Guðmundi sjálfum, þar sem hann sagði að stjórnvöld í landinu þyrftu að íhuga að skipta um almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun
Viðtal mitt við Guðmund Ólafsson (Lobba) hagfræðing í síðasta Silfri hefur vakið mikla athygli - en kannski ekki nóga. Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að heill stjórnmálaflokkur gæti byggt kosningabaráttu sína á málflutningi hans. Guðmundur talaði enga tæpitungu í viðtalinu þar sem við fjölluðum einkum og sérílagi um vexi, okur, gjaldmiðillinn og tekjuskiptingu. Þetta var það sem heitir á frönsku "tour de force". Viðtalið má sjá hér á Veftívíinu. Nú hefur Friðrik Þór Guðmundsson (Lilló), sá ágæti blaðamaður, tekið af mér ómakið og dregið saman helstu atriðin úr viðtalinu við Guðmund. Tek fram að þetta eru útleggingar Friðriks, en ekki komið úr smiðju Guðmundar. Sýnist þó að Friðrik fari mestanpart rétt með. Friðrik birtir þetta á bloggsíðu sinni - ég tek mér það bessaleyfi að setja hér inn pistilinn í heild sinni: "Guðmundur Ólafsson er beinskeyttur hagfræðingur og háskólalektor, sem talar mannamál og kallar hlutina sínum réttu nöfnum. Enginn kverúlant. Ég er núna að furða mig á því hversu lítil umræða er um ofboðslega beinskeyttan málflutning hans í Silfri Egils sl. sunnudag. Lét hann þó öflugar sprengjur falla, sem sumum ætti aldeilis að svíða undan. 1. (Útláns)vextir á Íslandi eru þeir mestu í heimi - mestu okurvextir "í sögu mannsandans". 2. Bankarnir eru böl - þeir eru frekir á fóðrum. 3. Krónan er mjög tæpur/hæpinn gjaldmiðill. Ástandið er óeðlilegt og krónan er viðskiptahindrun. 4. Íslensk fyrirtæki hafa vanist við að ríkið bjargi þeim (með gengisfellingum og slíku) - tími kominn til að "einkavæða einkareksturinn". 5. Verðlag á Íslandi er okur - við búum við hæsta verðlag í heimi. Landbúnaðarvörur veita "verðleiðsögn" - toga upp verðlag á annars óskyldum vörum. 6. Verslunin hefur hækkað hjá sér álagninguna: Var 19-22% fyrir tuttugu árum en 33-34% nú. Þetta gerðist einkum frá og með árunum 1998-2000, en á sama tíma lækkaði álagningin í Evrópu. Þessi þróun er falin; verslunarkeðjur eins og Hagar/Baugur geta látið hagnaðinn og framlegðina koma fram á öðrum sviðum en smásölunni, t.d. í heildsölunni og eignarhaldsfélögunum (með hækkun á leigu osfrv.) Tal um "bara 15% álagningu" er hlægilegt. 7. Tollar og umsýslugjöld eru út úr öllu korti á og fjármálaráðherra virðist engan áhuga hafa á því að breyta því, heldur hafa áfram hundruði manna að koma í veg fyrir "að við getum keypt ódýra vöru". 8. Hagar/Baugur eru með ráðandi stöðu og eru í raun sú Verðlagsstofnun sem við búum við. Baugur fær mikinn afslátt frá birgjum án þess að það komi fram í verðlagi þeirra. 9. Fólk býr við vinnuþrælkun á Íslandi og vinnuvikan hefur lengst úr 44 í 53 klukkustundir. Þetta er misnotkun á auðlindinni vinnuafl. 10. Tekjur ríkisins hafa vaxið ævintýralega mikið; frá 1994 til 2004 úr 700 þúsund krónum á mann í 1.100 þúsund krónur á mann. Hlutur tekna ríkisins í þjóðartekjum í heild hefur snarhækkað. Misrétti hefur aukist í landinu og ljóst að það er fyrst og fremst ríkið sem hefur staðið fyrir því, ekki (aðrir) launagreiðendur - aukning misréttis er: fjármálaráðherra. Þarf að skipta um stefnu eða skipta um almenning?" Lokaorðin eru komin frá Guðmundi sjálfum, þar sem hann sagði að stjórnvöld í landinu þyrftu að íhuga að skipta um almenning.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun