Úrslitakeppni hafin í X-Factor 25. janúar 2007 16:37 Dómararnir þurfa nú að hefjast handa við dómgæslu í úrslitaþáttum X-Factor Úrslitakeppnin í X-Factor hefst í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á föstudagskvöldið kemur, 26. janúar. Þar hefur verið komið upp stærstu og tilkomumestu sviðsmynd sem gerð hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp og allt til reiðu svo keppnin geti hafist - stórkostleg sjónvarpsskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Tólf atriði mæta til úrslita og skiptast þeir í þrjá hópa: Fyrir hönd Páls Óskars keppa sönghóparnir; "Fjórfléttan", skipaður þeim Ásdís Björk Kristjánsdóttir, Hjaltey Sigurðardóttir, Elva Árnadóttir og Hjördís Birgisdótti, "Já", skipaður systkinunum Hans Júlíusi og Ásdísi Rósu Þórðarbörnum, "Hara", skipaður systrunum Hildi og Rakeli Magnúsdætrum og "Gís", skipaður Guðnýju Pálu Rögnvaldsdóttur og Írisi Hólm Jónsdóttur. Fyrir hönd Einars Bárðarsonar í hópnum 25 ára og eldri keppa; Sigurður Ingimarsson, Jógvan Hansen, Inga Sædal og Allan Jones. Fyrir hönd Ellýjar, í hópnum 16-24 ára; keppa Gylfi Víðisson, Guðbjörg Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Tinna Gunnarsdóttir og Jóhanna M. Wiklund. Eitt atriði fellur úr keppni í hverjum þætti, allt þar til yfir líkur að eitt stendur eftir sem sigurvegari keppninnar; sá flytjandi sem talinn hefur x-faktorinn eftirsótta. Það sem keppendur þurfa að gera er að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar, því það er á valdi sjónvarpsáhorfenda að velja þá sem best stóðu sig, með því að greiða þeim atkvæði í símakosningu. Þeir tveir keppendur sem fæst atkvæði fá í símakosningunni þurfa svo að syngja aftur í þættinum til að bjarga lífi sínu og sannfæra dómarana um að þeir eigi skilið að halda áfram. Það kemur því í hlut dómaranna að skera úr um að endanum hver fer heim hverju sinni.X-Factor-æði erlendis:X-Factor er nýi sönghæfileikaþátturinn sem er að gera allt vitlaust í heiminum um þessar mundir. Þátturinn var búinn til af sjálfum Simon Cowell - dómaranum alræmda úr Idol-þáttunum - og sameinar allt það besta úr þeim hæfileikakeppnum sem tröllriðið hafa sjónvarpsheiminum síðustu árin. Tvær þáttaraðir hafa verið framleiddar í Bretlandi og slógu öll áhorfsmet - enda þykja þættirnir hafa einstaklega breiða skírskotun. Sýningar á þriðju þáttaröðinni er nú í fullum gangi og er ekkert lát á vinsældunum.LEITAÐ AÐ SÖNGSTJÖRNU: Og nú er þátturinn kominn til Íslands og er stærsti viðburðurinn í vetrardagskrá Stöðvar 2. Markmiðið með X-Factor - líkt og forveranum Idol-Stjörnuleit - er að uppgötva nýjar söngstjörnur; laða fram í sviðsljósið hæfileikaríkt söngfólk sem unnið getur hug og hjörtuð þjóðarinnar með söng sínum og persónutöfrum.DÓMARAR MEÐ VIGT: Dómararnir gegna stóru og veigamiklu hlutverki í X-Factor. Reynir ekki aðeins á dómgreind þeirra þegar kemur að því að finna óslípaða demanta heldur þurfa þeir einnig að vita upp á hár hvað gera þarf til að fá hina útvöldu demanta til skína sem skærasta - fá keppendur í sínum hópi til að sýna og sanna að þeir og aðeins þeir hafi X-Factorinn. Einar Bárðar, Ellý og Páll Óskar eru dómaratríóið og hafa fengið hver um sig til umsjónar fjögur atriði - fjóra keppendur. Má telja fullvíst að á milli þeirra eigi eftir að myndast mikil og hörð samkeppni um hvert þeirra muni hafa innan sinna vébanda sigurvegara X-Factorsins.Dómarana þarf vart að kynna. Páll Óskar og Einar Bárðar komu sáu og sigruðu sem dómarar í Idol-Stjörnuleit í fyrra og var því borðleggjandi að fá þá til að halda því góða starfi áfram - enda hafa báðir þar fyrir utan sýnt og sannað, hver á sinn hátt, hversu fundvísis þeir eru og naskir, þegar kemur að því að uppgötva nýjar stjörnur, en Ellý er hinn kærkomni nýliði í hópnum.PÁLL ÓSKAR hefur um árabil verið einn af okkar ástsælustu söngvurum og gefið út fjölmargar vinsælar plötur, einn og með hljómsveitum á borð við Milljónamæringana. Palla er þó ekki síður kunnur fyrir að vera ástríðufullur áhugamaður um allt það sem snýr að tónlist, kvikmyndum og öllu því sem ósjaldan er kallað lágmenning. Ein af höfuð ástríðum Palla hefur löngum verið hverskonar söngvakeppnir; fyrst Evróvisjónkeppnin og nú á síðustu árum hafa Idol og X-Factor bæst þar í hópinn. Og þessi ástríða Palla leynir sér ekki í dómnefndarstörfum hans og mun án efa reynast keppendum ómetanleg þegar á fer að reyna.EINAR BÁRÐARSON er stundum kallaður Umboðsmaður Íslands, og ekki að ósekju, því fáir hafa verið eins ötulir við að uppgötva og koma á framfæri ungum og efnilegum söngvurum, söngflokkum og hljómsveitum. Frægustu og farsælustu vitnisburðir um það eru velgengni Nylon-flokksins og Garðars Thors Cortes bæði hérlendis sem og í Bretlandi og stöðugar vinsældir Skítamórals. Ekki nóg með það heldur er Einar jafnframt umboðsmaður söngkonunnar heimsfrægu Kiri Te Kanawa. Að uppgötva, næra og viðhalda X-faktornum hjá umbjóðendum sínium er því tvímælalaust hans fag. Í ofanálag hefur Einar verið einn afkastamesti tónleikahaldari og útgefandi landsins. Hann veit því hvað hann syngur.ELLÝ - oftast kölluð "Ellý í Q4U" - er nýliðinn í dómnefndarbransanum en hún er þó allsenginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistinn. Við kynntumst henni fyrst sem pönkdrottningu, söngkonu pönksveitarinnar Q4U. Þá þegar sýndi hún - svo ekki fór framhjá þjóðinni - að hún fer sínar eigin leiðir og hefur sterkar og tilfinningaríkar skoðanir, sérstaklega þegar kemur að tónlistinni. Ellý hefur fengist við myndlist og tónmenntarkennslu og hefur því bæði hlotið reynslu af tónlistabransanum og af því að vinna með efnilegum söngvurum - sem á eftir að nýtast henni vel í X-Factor. Hér eftir verður Ellý kölluð "Ellý í X-Factor".HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR er kynnir í X-Factor. Halla hefur numið leiklist í Bretlandi undanfarið og skotist uppá stjörnuhimininn með undraskjótum hætti síðasta árið. Þótt hún sé aðeins 24 ára gömul hefur hún nú þegar farið með lykilhlutverk í leikverkum hjá stóru atvikuleikhúsunum, lék í Sölku Völku í Borgarleikhúsinu og Túskildingsóperunni í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári. Síðasta sumar sló hún svo í gegn í aðalhlutverki söngleiksins Footloose sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi síðan þá í Austurbæ. Og nú ætlar hún að leggja sjónvarpið að fótum sér því víst má telja að Halla á eftir að slá í gegn í hlutverki kynnisins í X-Factornum en í því fellst m.a. að vera keppendum stoð og stytta þegar á fer að reyna og pressan eykst í keppninni hörðu. Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Úrslitakeppnin í X-Factor hefst í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á föstudagskvöldið kemur, 26. janúar. Þar hefur verið komið upp stærstu og tilkomumestu sviðsmynd sem gerð hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp og allt til reiðu svo keppnin geti hafist - stórkostleg sjónvarpsskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Tólf atriði mæta til úrslita og skiptast þeir í þrjá hópa: Fyrir hönd Páls Óskars keppa sönghóparnir; "Fjórfléttan", skipaður þeim Ásdís Björk Kristjánsdóttir, Hjaltey Sigurðardóttir, Elva Árnadóttir og Hjördís Birgisdótti, "Já", skipaður systkinunum Hans Júlíusi og Ásdísi Rósu Þórðarbörnum, "Hara", skipaður systrunum Hildi og Rakeli Magnúsdætrum og "Gís", skipaður Guðnýju Pálu Rögnvaldsdóttur og Írisi Hólm Jónsdóttur. Fyrir hönd Einars Bárðarsonar í hópnum 25 ára og eldri keppa; Sigurður Ingimarsson, Jógvan Hansen, Inga Sædal og Allan Jones. Fyrir hönd Ellýjar, í hópnum 16-24 ára; keppa Gylfi Víðisson, Guðbjörg Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Tinna Gunnarsdóttir og Jóhanna M. Wiklund. Eitt atriði fellur úr keppni í hverjum þætti, allt þar til yfir líkur að eitt stendur eftir sem sigurvegari keppninnar; sá flytjandi sem talinn hefur x-faktorinn eftirsótta. Það sem keppendur þurfa að gera er að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar, því það er á valdi sjónvarpsáhorfenda að velja þá sem best stóðu sig, með því að greiða þeim atkvæði í símakosningu. Þeir tveir keppendur sem fæst atkvæði fá í símakosningunni þurfa svo að syngja aftur í þættinum til að bjarga lífi sínu og sannfæra dómarana um að þeir eigi skilið að halda áfram. Það kemur því í hlut dómaranna að skera úr um að endanum hver fer heim hverju sinni.X-Factor-æði erlendis:X-Factor er nýi sönghæfileikaþátturinn sem er að gera allt vitlaust í heiminum um þessar mundir. Þátturinn var búinn til af sjálfum Simon Cowell - dómaranum alræmda úr Idol-þáttunum - og sameinar allt það besta úr þeim hæfileikakeppnum sem tröllriðið hafa sjónvarpsheiminum síðustu árin. Tvær þáttaraðir hafa verið framleiddar í Bretlandi og slógu öll áhorfsmet - enda þykja þættirnir hafa einstaklega breiða skírskotun. Sýningar á þriðju þáttaröðinni er nú í fullum gangi og er ekkert lát á vinsældunum.LEITAÐ AÐ SÖNGSTJÖRNU: Og nú er þátturinn kominn til Íslands og er stærsti viðburðurinn í vetrardagskrá Stöðvar 2. Markmiðið með X-Factor - líkt og forveranum Idol-Stjörnuleit - er að uppgötva nýjar söngstjörnur; laða fram í sviðsljósið hæfileikaríkt söngfólk sem unnið getur hug og hjörtuð þjóðarinnar með söng sínum og persónutöfrum.DÓMARAR MEÐ VIGT: Dómararnir gegna stóru og veigamiklu hlutverki í X-Factor. Reynir ekki aðeins á dómgreind þeirra þegar kemur að því að finna óslípaða demanta heldur þurfa þeir einnig að vita upp á hár hvað gera þarf til að fá hina útvöldu demanta til skína sem skærasta - fá keppendur í sínum hópi til að sýna og sanna að þeir og aðeins þeir hafi X-Factorinn. Einar Bárðar, Ellý og Páll Óskar eru dómaratríóið og hafa fengið hver um sig til umsjónar fjögur atriði - fjóra keppendur. Má telja fullvíst að á milli þeirra eigi eftir að myndast mikil og hörð samkeppni um hvert þeirra muni hafa innan sinna vébanda sigurvegara X-Factorsins.Dómarana þarf vart að kynna. Páll Óskar og Einar Bárðar komu sáu og sigruðu sem dómarar í Idol-Stjörnuleit í fyrra og var því borðleggjandi að fá þá til að halda því góða starfi áfram - enda hafa báðir þar fyrir utan sýnt og sannað, hver á sinn hátt, hversu fundvísis þeir eru og naskir, þegar kemur að því að uppgötva nýjar stjörnur, en Ellý er hinn kærkomni nýliði í hópnum.PÁLL ÓSKAR hefur um árabil verið einn af okkar ástsælustu söngvurum og gefið út fjölmargar vinsælar plötur, einn og með hljómsveitum á borð við Milljónamæringana. Palla er þó ekki síður kunnur fyrir að vera ástríðufullur áhugamaður um allt það sem snýr að tónlist, kvikmyndum og öllu því sem ósjaldan er kallað lágmenning. Ein af höfuð ástríðum Palla hefur löngum verið hverskonar söngvakeppnir; fyrst Evróvisjónkeppnin og nú á síðustu árum hafa Idol og X-Factor bæst þar í hópinn. Og þessi ástríða Palla leynir sér ekki í dómnefndarstörfum hans og mun án efa reynast keppendum ómetanleg þegar á fer að reyna.EINAR BÁRÐARSON er stundum kallaður Umboðsmaður Íslands, og ekki að ósekju, því fáir hafa verið eins ötulir við að uppgötva og koma á framfæri ungum og efnilegum söngvurum, söngflokkum og hljómsveitum. Frægustu og farsælustu vitnisburðir um það eru velgengni Nylon-flokksins og Garðars Thors Cortes bæði hérlendis sem og í Bretlandi og stöðugar vinsældir Skítamórals. Ekki nóg með það heldur er Einar jafnframt umboðsmaður söngkonunnar heimsfrægu Kiri Te Kanawa. Að uppgötva, næra og viðhalda X-faktornum hjá umbjóðendum sínium er því tvímælalaust hans fag. Í ofanálag hefur Einar verið einn afkastamesti tónleikahaldari og útgefandi landsins. Hann veit því hvað hann syngur.ELLÝ - oftast kölluð "Ellý í Q4U" - er nýliðinn í dómnefndarbransanum en hún er þó allsenginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistinn. Við kynntumst henni fyrst sem pönkdrottningu, söngkonu pönksveitarinnar Q4U. Þá þegar sýndi hún - svo ekki fór framhjá þjóðinni - að hún fer sínar eigin leiðir og hefur sterkar og tilfinningaríkar skoðanir, sérstaklega þegar kemur að tónlistinni. Ellý hefur fengist við myndlist og tónmenntarkennslu og hefur því bæði hlotið reynslu af tónlistabransanum og af því að vinna með efnilegum söngvurum - sem á eftir að nýtast henni vel í X-Factor. Hér eftir verður Ellý kölluð "Ellý í X-Factor".HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR er kynnir í X-Factor. Halla hefur numið leiklist í Bretlandi undanfarið og skotist uppá stjörnuhimininn með undraskjótum hætti síðasta árið. Þótt hún sé aðeins 24 ára gömul hefur hún nú þegar farið með lykilhlutverk í leikverkum hjá stóru atvikuleikhúsunum, lék í Sölku Völku í Borgarleikhúsinu og Túskildingsóperunni í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári. Síðasta sumar sló hún svo í gegn í aðalhlutverki söngleiksins Footloose sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi síðan þá í Austurbæ. Og nú ætlar hún að leggja sjónvarpið að fótum sér því víst má telja að Halla á eftir að slá í gegn í hlutverki kynnisins í X-Factornum en í því fellst m.a. að vera keppendum stoð og stytta þegar á fer að reyna og pressan eykst í keppninni hörðu.
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira