Blóðug átök á heimastjórnarsvæðunum 27. janúar 2007 18:45 Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans. Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans.
Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira