Sagðir hafa notað klasasprengjur þvert á samninga 28. janúar 2007 12:30 Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu. Bráðbirgða niðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar og dreift í suðurhluta landsins skömmu áður en vopnahlé tók gildi. Það mun þverbrjóta gegn samkomulaginu sem Ísraelar eiga að hafa gert við Bandaríkjamenn um hvernig þeir skuli nota klassprengjur sem þeir fá frá Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti. Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylki og minni sprengjur dreifast um svæði á stærð við tvo fótboltavelli. Hver sprenglingur er litlu stærri en handsrpengja og virkar á sama hátt. Hægt er að skjóta sprengjurm af þessari gerð af landi og úr lofti. Allt að tuttugu og fimm prósent sprenglinga springa ekki þegar sprengju af þessari gerð er varpað. Eru þessar litlu sprengjur afar viðkvæmar. Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þær oft sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur ekki fengist í gegn, meðal annars vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Sprengjurnar eru ætlaðar til að hægja á ferðum óvinarins og eyðileggja farartæki hans. Rúmlega 20 hafa týnt lífi og 70 særst í Líbanon af völdum klasasprengna frá því átökum lauk í lok sumars. Ísraelar vísa gangrýni á bug og segjast hafa notað sprengjurnar í samræmi við alþjóðalög. Erlent Fréttir Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu. Bráðbirgða niðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar og dreift í suðurhluta landsins skömmu áður en vopnahlé tók gildi. Það mun þverbrjóta gegn samkomulaginu sem Ísraelar eiga að hafa gert við Bandaríkjamenn um hvernig þeir skuli nota klassprengjur sem þeir fá frá Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti. Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylki og minni sprengjur dreifast um svæði á stærð við tvo fótboltavelli. Hver sprenglingur er litlu stærri en handsrpengja og virkar á sama hátt. Hægt er að skjóta sprengjurm af þessari gerð af landi og úr lofti. Allt að tuttugu og fimm prósent sprenglinga springa ekki þegar sprengju af þessari gerð er varpað. Eru þessar litlu sprengjur afar viðkvæmar. Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þær oft sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur ekki fengist í gegn, meðal annars vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Sprengjurnar eru ætlaðar til að hægja á ferðum óvinarins og eyðileggja farartæki hans. Rúmlega 20 hafa týnt lífi og 70 særst í Líbanon af völdum klasasprengna frá því átökum lauk í lok sumars. Ísraelar vísa gangrýni á bug og segjast hafa notað sprengjurnar í samræmi við alþjóðalög.
Erlent Fréttir Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira