Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum 28. janúar 2007 12:45 Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira