Carmelo Anthony ekki valinn í stjörnuliðið 2. febrúar 2007 01:05 Carmelo Anthony setti dökkan blett á feril sinn með ódýru hnefahöggi um daginn og flestir telja það ástæðu þess að hann var ekki valinn í stjörnuliðið að þessu sinni AP Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið. Byrjunarlið austurs og vesturs voru valin fyrir nokkrum dögum og eru valin af þjálfurum allra liða í deildinni, sem þó mega ekki velja sína eigin leikmenn. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn skipa stjörnuliðin árið 2007. Austurdeild: Byrjunarlið: LeBron James, Shaquille O'Neal, Chris Bosh, Dwyane Wade og Gilbert Arenas. Varamenn: Chauncey Billups og Rip Hamilton frá Detroit, Vince Carter og Jason Kidd frá New Jersey og Jermaine O´Neal frá Indiana. Dwight Howard frá Orlando og Caron Butler frá Washington spila sinn fyrsta stjörnuleik. Vesturdeild: Byrjunarlið: Tim Duncan, Kevin Garnett, Yao Ming, Tracy McGrady og Kobe Bryant. Varamenn: Steve Nash, Amare Stoudemire og Shawn Marion frá Phoenix, Allen Iverson frá Denver, Dirk Nowitzki frá Dallas, Tony Parker frá San Antonio og Carlos Boozer frá Utah sem valinn var í fyrsta sinn í stjörnuliðið. Þrátt fyrir að Anthony hafi ekki verið valinn í stjörnulið Vesturdeildar að þessu sinni, er hann þrátt fyrir allt mjög líklegur til að fá að taka þátt í leiknum vegna þess að þeir Yao Ming og Carlos Boozer eru mjög ólíklegir til að taka þátt í Stjörnuleiknum vegna meiðsla. Það vakti athygli að á meðan lið Phoenix fær réttilega þrjá fulltrúa í leiknum árlega, er aðeins einn maður frá sjóðheitu liði Dallas Mavericks. Ekki er ólíklegt að Josh Howard frá Dallas komi því vel til greina þegar kemur að því að velja varamann fyrir Ming og Boozer, þó hann spili vissulega aðra leikstöðu en hinir tveir. NBA Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið. Byrjunarlið austurs og vesturs voru valin fyrir nokkrum dögum og eru valin af þjálfurum allra liða í deildinni, sem þó mega ekki velja sína eigin leikmenn. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn skipa stjörnuliðin árið 2007. Austurdeild: Byrjunarlið: LeBron James, Shaquille O'Neal, Chris Bosh, Dwyane Wade og Gilbert Arenas. Varamenn: Chauncey Billups og Rip Hamilton frá Detroit, Vince Carter og Jason Kidd frá New Jersey og Jermaine O´Neal frá Indiana. Dwight Howard frá Orlando og Caron Butler frá Washington spila sinn fyrsta stjörnuleik. Vesturdeild: Byrjunarlið: Tim Duncan, Kevin Garnett, Yao Ming, Tracy McGrady og Kobe Bryant. Varamenn: Steve Nash, Amare Stoudemire og Shawn Marion frá Phoenix, Allen Iverson frá Denver, Dirk Nowitzki frá Dallas, Tony Parker frá San Antonio og Carlos Boozer frá Utah sem valinn var í fyrsta sinn í stjörnuliðið. Þrátt fyrir að Anthony hafi ekki verið valinn í stjörnulið Vesturdeildar að þessu sinni, er hann þrátt fyrir allt mjög líklegur til að fá að taka þátt í leiknum vegna þess að þeir Yao Ming og Carlos Boozer eru mjög ólíklegir til að taka þátt í Stjörnuleiknum vegna meiðsla. Það vakti athygli að á meðan lið Phoenix fær réttilega þrjá fulltrúa í leiknum árlega, er aðeins einn maður frá sjóðheitu liði Dallas Mavericks. Ekki er ólíklegt að Josh Howard frá Dallas komi því vel til greina þegar kemur að því að velja varamann fyrir Ming og Boozer, þó hann spili vissulega aðra leikstöðu en hinir tveir.
NBA Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira