Hver og einn verður að taka ábyrgð 5. febrúar 2007 06:00 Hlýnun jarðar með tilheyrandi breytingum á veðurkerfinu er staðreynd sem ekki verður umflúið að horfast í augu við. Þaðan af síður þýðir að skella skollaeyrum við því að þessi hlýnun mun halda áfram og að hún er af mannavöldum. Um þetta er stöðugt minna deilt. Aldrei hefur sérfræðinefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, verið jafnafdráttarlaus um þetta og í nýjustu skýrslu sinni sem kynnt var fyrir helgi. Höfundar skýrslunnar halda því fram að hlýnunin stafi meira en 90 prósent af mannavöldum og að gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu hafi aukist vegna athafna mannsins frá miðri átjándu öld. Spáð er að sú hlýnun sem hafin er muni halda áfram á komandi öldum, jafnvel þótt mannfólkinu takist að koma einhverjum böndum á mengunina. Vísindamenn fullyrða að hitastig muni hækka á bilinu frá 1,1 gráðu á Celsíus upp í 6,4 fram til ársins 2100. Á sama tíma er áætlað að sjávarmál muni hækka um 18 til 58 sentimetra. Bandaríkjamenn losa mest allra þjóða af gróðurhúsalofttegundum en búist er við að Kínverjar muni sigla fram úr þeim á næsta áratug. Íslendingar komast vissulega ekki á blað með þeim þjóðum sem mest menga. Það þýðir þó ekki að málið komi ekki Íslendingum við eða að þeir sem þetta land byggja geti ekkert gert til að sporna við þróuninni. Hlýnun jarðar er hápólitískt mál. Íslendingar verða að beita sér með öllum mögulegum ráðum í alþjóðasamfélaginu í þeirri viðleitni að snúa við þeirri óheillaþróun sem hlýnun jarðar er. Þjóðin ætti nú þegar að slást í hóp þeirra 45 ríkja sem hafa lýst yfir stuðningi við tillögu Frakka um að setja á stofn alþjóðlega umhverfisstofnun sem hefði vald til að fylgja eftir samþykktum um ráðstafanir til að sporna við hlýnun loftslags. Íslensk stjórnvöld verða einnig að taka ábyrgð heima fyrir. Ljóst er að skýrsla Sameinuðu þjóðanna styður ekki þá stóriðjustefnu sem hér er rekin, stefnu sem stjórnvöld vilja raunar ekki lengur kannast við en er þó í fullu gildi. Skálkaskjólið í rökunum um að betra sé að stóriðjan gangi á orku úr íslensku vatnsafli en á orku sem unnin er úr jarðefnum heldur ekki. Hér verður að spyrja róttækari spurninga, svo sem um það hvort mannkynið komist ekki af með minna af áli og öðru því sem framleitt er í stóriðju. Framtíðin er í húfi. Hin hliðin á peningnum er að vera viðbúin því sem koma skal. Hvernig stendur byggð meðfram strandlengju Íslands, að ekki sé minnst á byggð sem reist er á landfyllingum úti fyrir ströndum, ef yfirborð sjávar hækkar um nokkra sentimetra, eða um nokkra tugi sentimetra? Gefa spár um hækkun sjávarborðs ekki til kynna að fara eigi varlega í þá landfyllingarstefnu sem hefur verið landlæg í skipulagsmálum um langt skeið? Þessum spurningum og fleiri verður að svara. Þeir sem nú byggja jörðina bera ábyrgð á að skila henni í hendur barna sinna þannig að þau hafi aftur forsendur til að skila henni áfram til sinna barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun
Hlýnun jarðar með tilheyrandi breytingum á veðurkerfinu er staðreynd sem ekki verður umflúið að horfast í augu við. Þaðan af síður þýðir að skella skollaeyrum við því að þessi hlýnun mun halda áfram og að hún er af mannavöldum. Um þetta er stöðugt minna deilt. Aldrei hefur sérfræðinefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, verið jafnafdráttarlaus um þetta og í nýjustu skýrslu sinni sem kynnt var fyrir helgi. Höfundar skýrslunnar halda því fram að hlýnunin stafi meira en 90 prósent af mannavöldum og að gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu hafi aukist vegna athafna mannsins frá miðri átjándu öld. Spáð er að sú hlýnun sem hafin er muni halda áfram á komandi öldum, jafnvel þótt mannfólkinu takist að koma einhverjum böndum á mengunina. Vísindamenn fullyrða að hitastig muni hækka á bilinu frá 1,1 gráðu á Celsíus upp í 6,4 fram til ársins 2100. Á sama tíma er áætlað að sjávarmál muni hækka um 18 til 58 sentimetra. Bandaríkjamenn losa mest allra þjóða af gróðurhúsalofttegundum en búist er við að Kínverjar muni sigla fram úr þeim á næsta áratug. Íslendingar komast vissulega ekki á blað með þeim þjóðum sem mest menga. Það þýðir þó ekki að málið komi ekki Íslendingum við eða að þeir sem þetta land byggja geti ekkert gert til að sporna við þróuninni. Hlýnun jarðar er hápólitískt mál. Íslendingar verða að beita sér með öllum mögulegum ráðum í alþjóðasamfélaginu í þeirri viðleitni að snúa við þeirri óheillaþróun sem hlýnun jarðar er. Þjóðin ætti nú þegar að slást í hóp þeirra 45 ríkja sem hafa lýst yfir stuðningi við tillögu Frakka um að setja á stofn alþjóðlega umhverfisstofnun sem hefði vald til að fylgja eftir samþykktum um ráðstafanir til að sporna við hlýnun loftslags. Íslensk stjórnvöld verða einnig að taka ábyrgð heima fyrir. Ljóst er að skýrsla Sameinuðu þjóðanna styður ekki þá stóriðjustefnu sem hér er rekin, stefnu sem stjórnvöld vilja raunar ekki lengur kannast við en er þó í fullu gildi. Skálkaskjólið í rökunum um að betra sé að stóriðjan gangi á orku úr íslensku vatnsafli en á orku sem unnin er úr jarðefnum heldur ekki. Hér verður að spyrja róttækari spurninga, svo sem um það hvort mannkynið komist ekki af með minna af áli og öðru því sem framleitt er í stóriðju. Framtíðin er í húfi. Hin hliðin á peningnum er að vera viðbúin því sem koma skal. Hvernig stendur byggð meðfram strandlengju Íslands, að ekki sé minnst á byggð sem reist er á landfyllingum úti fyrir ströndum, ef yfirborð sjávar hækkar um nokkra sentimetra, eða um nokkra tugi sentimetra? Gefa spár um hækkun sjávarborðs ekki til kynna að fara eigi varlega í þá landfyllingarstefnu sem hefur verið landlæg í skipulagsmálum um langt skeið? Þessum spurningum og fleiri verður að svara. Þeir sem nú byggja jörðina bera ábyrgð á að skila henni í hendur barna sinna þannig að þau hafi aftur forsendur til að skila henni áfram til sinna barna.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun