Erlent

Mannskæð námusprenging í Kólumbíu

Frá sprengunni sem átti sér stað á sunnudaginn var.
Frá sprengunni sem átti sér stað á sunnudaginn var. MYND/AP

Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Sprengingin á sér stað aðeins þremur dögum eftir að svipað atvik varð til þess að fleiri en 30 námuverkamenn létu lífið. Sprengingin í dag varð í La Capilla námunni í Boyaca héraði. Konan sem lést í slysinu hafði verið bjargað en hún lést síðan á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×