15 töp í röð hjá Boston 7. febrúar 2007 13:33 NordicPhotos/GettyImages Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. Detroit vann auðveldan sigur á Boston í nótt 109-102 þar sem lokaúrslitin gefa ekki rétta mynd af því hve ójafn leikurinn var. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Detroit en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston sem vann síðast leik 5. janúar. New York vann góðan sigur á LA Clippers 102-90 þar sem Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers líkt og Tim Thomas en þeir Eddy Curry og Jamal Crawford skoruðu 23 stig hvor fyrir New York. Milwaukee lagði Orlando 116-111 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Ruben Patterson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Houston vann fjórða og síðasta leik sinn við Memphis í vetur 98-90 í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Tracy McGrady skoraði 33 stig fyrir Houston en Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Memphis vann Houston 4-0 á síðustu leiktíð en í ár snerist dæmið við og var framherjinn Shane Battier alltaf í sigurliðinu í þessum 8 leikjum. Hann var hjá Memphis í fyrra en gekk í raðir Houston í sumar. Lokaleikur næturinn var svo viðureign Portland og Phoenix, þar sem Phoenix var án Steve Nash sem er meiddur á öxl. Phoenix hafði loks sigur í framlengingu 109-102. Leandro Barbosa tók við stöðu Steve Nash og skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum, en Amare Stoudemire var öflugastur í liði Phoenix með 36 stig og 9 fráköst. Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland og Brandon Roy skoraði 27 stig. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. Detroit vann auðveldan sigur á Boston í nótt 109-102 þar sem lokaúrslitin gefa ekki rétta mynd af því hve ójafn leikurinn var. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Detroit en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston sem vann síðast leik 5. janúar. New York vann góðan sigur á LA Clippers 102-90 þar sem Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers líkt og Tim Thomas en þeir Eddy Curry og Jamal Crawford skoruðu 23 stig hvor fyrir New York. Milwaukee lagði Orlando 116-111 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Ruben Patterson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Houston vann fjórða og síðasta leik sinn við Memphis í vetur 98-90 í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Tracy McGrady skoraði 33 stig fyrir Houston en Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Memphis vann Houston 4-0 á síðustu leiktíð en í ár snerist dæmið við og var framherjinn Shane Battier alltaf í sigurliðinu í þessum 8 leikjum. Hann var hjá Memphis í fyrra en gekk í raðir Houston í sumar. Lokaleikur næturinn var svo viðureign Portland og Phoenix, þar sem Phoenix var án Steve Nash sem er meiddur á öxl. Phoenix hafði loks sigur í framlengingu 109-102. Leandro Barbosa tók við stöðu Steve Nash og skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum, en Amare Stoudemire var öflugastur í liði Phoenix með 36 stig og 9 fráköst. Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland og Brandon Roy skoraði 27 stig.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira