Fótbolti

Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendur um helgina

NordicPhotos/GettyImages

Nú stefnir í að aðeins sex af þeim tíu viðureignum sem fyrirhugaðar eru í ítölsku A-deildinni um helgina verði fyrir framan áhorfendur, en í dag var birtur listi yfir heimavelli sem standast nýjar og hertar öryggiskröfur. Þetta eru leikvangar í Róm, Genoa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo á Sikiley.

Þannig er útlit fyrir að viðureignir Sampdoria-Ascoli, Messina-Catania, Chievo-Inter, Atalanta-Lazio, AC Milan-Livorno og Fiorentina-Udinese muni fara fram fyrir luktum dyrum um helgina.

Leikir Palermo-Empoli, Roma-Parma, Torino Reggina og Cagliari-Siena eru hinsvegar opnir fyrir áhorfendum. Talsmaður AC Milan segir að borgaryfirvöld í Genf og í Newcastle á Englandi hafi sett sig í samband við félagið og boðið leikvanga sína til afnota, en félagið vill umfram allt geta boðið ársmiðahöfum sínum á San Siro og því verður væntanlega allt sett á fullt við að laga öryggismál þar á næstu dögum og vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×