Detroit - LA Clippers í beinni í kvöld

Leikur Detroit Pistons og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. Þar gefst NBA áhugamönnum fyrst tækifæri til að sjá Chris Webber spila með Detroit, en liðið hefur unnið sex leiki í röð og tíu af tólf síðan Webber gekk í raðir liðsins. Clippers hefur ekki unnið Detroit síðan árið 2002.