Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com. Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport
Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com.